Heimasíða Tjörneshrepps
Aðalskipulag Tjörneshrepps
Skipulagslýsing fyrir heildarendurskoðun
Sveitarstjórn Tjörneshrepps samþykkti þann 8. apríl 2022 að skipulagslýsing aðalskipulags Tjörneshrepps verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Jafnframt verði leitað umsagnar hjá Skipulagsstofnun og hjá þeim umsagnaraðilum sem tilgreindir eru í skipulagslýsingunni og í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nýtt aðalskipulag Tjörneshrepps felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulags, þ.e. Aðalskipulags Tjörneshrepps 2008 – 20201 sem staðfest var 2. maí 2011.
Í skipulagslýsingu er farið yfir ýmis atriði sem skipta máli við endurskoðun aðalskipulagsins. Hún er verklýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar, afmörkun, gildistíma, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli og umhverfismati áætlunar.
Skipulagslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Tjörneshrepps að Ketilstöðum og hér á heimasíðu sveitarfélagsins, frá og með miðvikudeginum 27. apríl 2022 til og með föstudeginum 10. júní 2022. Kynning á skipulagslýsingu, þ.e. íbúafundur, verður auglýst síðar á hér á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblöðum. Kynningin er í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Athugasemdir og ábendingar við skipulagslýsinguna skulu berast til Tjörneshrepps á skrifstofa@tjorneshreppur.is eða bréfleiðis á „Ketilsstaðir, 641 Húsavík“ undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Tjörneshrepps“. Frestur til að skila inn athugasemd er til og með 10. júní 2022.
Aðalskipulag Tjörneshrepps; Skipulagslýsing. Apríl 2022. (smellið hér)
Kortasvæði þar sem hægt er að setja inn upplýsingar eða ábendingar. Við hvetjum íbúa og aðra að nýta sér þennan sniðuga möguleika til þess að koma á framfæri athugasemdum og upplýsingum.